![Svala Björvins fékk alvarlega áfallastreitu eftir bílslysið.]()
Svala Björgvinsdóttir, sem var orðin stjórstjarna í poppbransanum á unga aldri er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Svala hefur tekið alls kyns beygjur á ferlinum, en alltaf haldið í ástríðuna fyrir að búa til tónlist. Hún þekkir ekkert annað en að eiga einn frægasta einstakling Íslands sem pabba og fékk músíkina nánast í vöggugjöf. Erfiðasta tímabil lífs hennar og það sem breytti henni mest var þegar hún lenti í bílslysi þar sem bæði hún og kærastinn hennar til margra ára voru mjög hætt komin.