![Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og eigandi Lifðu til fulls.]()
„Aukakíló, bjúgur og hægðatregða eiga því miður til að vera fylgifiskar sumarsins. Rótina má oftast rekja til of mikillar neyslu á sykri og salti eða fæðuóþols. Slíkt veldur álagi á meltinguna sem þar af leiðandi veldur meltingaróþægindum líkt og hægðatregðu, bjúg og aukakílóum. Því er þó oftast hægt að koma í betra horf með réttum meltingargerlum,“ segir Júlía Magnúsdóttir.