![Guðrún Bergmann.]()
„Sumir elska jólin og allt það tilstand sem þeim tilheyrir. Hlakka til að hella sér út í smákökuát og borða yfir sig af góðum mat, því það er svo mikið í boði. Svo eru þeir sem kvíða fyrir jólunum, því þeir eru með fæðutengd vandamál og þurfa að forðast ýmislegt af því sem í boði er á þessum árstíma. Þeir beinlínis hræðast þessa hátíð, því þeir óttast að falla í freistni, lenda á sykurfylleríi eða borða eitthvað sem veitir þeim vanlíðan.“