![Arnar Gauti Sverrisson er listrænn stjórnandi sýningarinnar Lifandi heimili og hönnun.]()
Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur.