![Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi.]()
„Eftir fertugt verður oft erfiðara og erfiðara fyrir konur að léttast. Margar kannast við það að minnka matarskammta, afþakka eftirrétt og jafnvel hamast í líkamsræktinni án þess að nokkuð breytist til lengdar. Vigtin haggast ekki og orkan fer stöðugt minnkandi. Vegna hormóna og annarra áhrifa fer líkaminn í gegnum syrpu af breytingum sem hafa áhrif á fitusöfnun og brennslu líkamans.“